"Hin hliðin" Arna Óttarsdóttir.

  • Skoða sem PDF skjal

arna hin hlidinArna Óttarsdóttir er 26 ára Egilsstaðamær,starfar sem lífeindafræðingur hjá HSA. Arna hefur spilað knattspyrnu með Hetti frá árinu 1997.

  Fullt nafn: Arna Óttarsdóttir

Gælunafn/nöfn: Ernie og A

Aldur: 26

Giftur / sambúð: Hvorugt en í fjarsambandi með Hrafni Guðlaugssyni.

Börn: núll.

Kvöldmatur í gær: Súpa með pasta útí.

Uppáhalds matsölustaður: Í augnablikinu Sushi Samba.

Hvernig bíl áttu: Aldrei átt bíl.

Besti sjónvarpsþáttur: Er algjör sökker fyrir So you think you can dance þættinum og felli iðulega tár yfir honum!

Uppáhalds hljómsveit: Úff er Kanye West hljómsveit? Hann er allavega svalastur!

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: :*

 

 Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta: Ég skora svo sjaldan en ætli það „fallegasta" hafi ekki bara verið á móti Fjarðabyggð svifbolti rétt fyrir utan teig  

Myndir þú „dýfa þér" í teignum, til að reyna að fiska víti? Já.

Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni: Fjarðabyggð.

Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna: Anton Ástvalds hann er svo gríðarlega fallegur á vellinum.

Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar: Klárlega Fjarðabyggð.

Sætasti sigur í sögu Hattar: Á þessu ári þegar við hefndum fyrir lélegan leik gegn Völsung í Lengjubikarnum og unnum þær í Borgunarbikarnum 2-0 J Svo er alltaf sætt að vinna Fjarðabyggð.

Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður: Sem Hattari þegar við stelpurnar höfum komist áfram í undanúrslit um að komast upp um deild og kúkað í brækurnar. Sem stuðningsmaður þegar ég var ekki með og stelpurnar kúkuðu á sig í leik á móti HK/Víking um að komast upp um deild!

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött: Söru Björk Gunnarsdóttir, spiluðum á móti henni þegar hún var í Haukum, hún var allsstaðar á vellinum, með frábæran leikskilning og svakalega duglegur leikmaður. Ætla að velja hana þó að hún spili úti ;)

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag: Spyrja pabba hvort hann vildi ekki bara halda áfram í staðinn fyrir mig, myndi ekki nenna þessari vanmetnu sjálfboðavinnu.

Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar: Þær eru svo margar í mfl kvk sem eiga eftir að vera enn betri leikmenn í framtíðinni þar ber helst að nefna Heiðdísi, Fanndísi og Magdalenu.

Fallegasti Hattari allra tíma: Eva Ýr systir :)

Besti íþróttalýsandinn: Adolf Ingi í handboltaleikjum Íslands.

Hver er mesti „töffarinn" á Héraði: Má ég tilnefna pabba?

Uppáhalds staður á héraði: Heima í Litluskógum

Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í „boltanum": Þegar Hjalti Þorkels var að þjálfa okkur í 3 flokk kvenna og við fórum á innanhúsmót á Seyðisfirði. Við vorum eitthvað latar við að hita upp og spurðum hvort það væri ekki bara nóg að setjast á ofnana frammi til að hitna. Hjalta fannst þetta alveg prýðishugmynd og lét okkur setjast á ofnana til að hita upp. Man ekki betur en að við höfum rústað þessa móti!

 

 

Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég hef spilað fótbolta síðan ég man eftir mér fyrst með Leikni á Fáskrúðsfirði og svo með Hetti. Ætli ég hafi ekki spilað minn fyrsta meistaraflokksleik 15 eða 16 ára með sameiginlegu liðið Hugins/Hattar.

Það besta við fótboltann: Allar snilldar stelpurnar sem eru í liðinu og að vinna leik er besta tilfinning í heimi!

Hvenær vaknarðu á daginn: Á slaginu 07:15 hringir vekjarinn

Íþróttamaður ársins 2012: Held það fari eftir gengi okkar fólks á ólympíuleikunum í ár.

 Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Frjálsum aðeins, handbolta þegar íslenska landsliðið er að spila.

 Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú sást: Vá ég man það ekki...

Uppáhalds vörumerki: Ekkert sérstakt, en Under Armour er að koma sterkt inn.

Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla: Skrift þá og nú.

Vandræðalegasta augnablik: Að þurfa að syngja lagið Dirty með Christinu Aguilera í karókí fyrir framan fullt af fólki! Eitt hræðilegasta augnablik lífs míns, fyrirgef vinkonu minni seint fyrir að hafa manað mig útí þetta og valið þetta skelfilega lag! En þeir sem þekkja mig vita vel að ég get ekki fyrir mitt litla líf haldið lagi og kann engann veginn að syngja.

 Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði: Mér finnst fótboltamenning að vera að batna með hverjum degi hérna á Héraðinu, bæði eru fleiri að mæta á leiki og umgjörðin í kringum leikina orðin betri ásamt þess að samvinnan við yngri flokkana er frábær, boltakrakkar á hverjum leik og allt saman J

Skilaboð til Hattara fyrir sumarið 2012: Allir að mæta á alla heimaleiki sumarsins og hvetja bæði okkur stelpurnar jafnt sem strákana áfram, það munar helling um að hafa marga áhorfendur til að hvetja okkur!

Segðu okkur eitthvað um þig sem afar fáir vita: Bjó í London í eitt ár þegar ég var 19 ára, vann sem au-pair og spilaði fótbolta með Hampton

You are here