Strákarnir töpuðu ílla á Sauðárkrók.

  • Skoða sem PDF skjal

gardar hotturkk  stebbi4

Nýliðarnir í deildinni Tindastóll og Höttur mættust í blíðskaparveðri á Sauðárkróksvelli í dag. Fyrir leikinn munaði tveim stigum á liðunum.

.

Leikurinn hófst bráðfjörlega þar sem liðin skiptust á að sækja. Tindastólsmenn pressuðu vel á Hattarmenn og uppskáru mark á 8.mínutu þegar Ben Everson skoraði laglegt mark. Mikil barátta var í leiknum og sóknir báðu megin þó svo að Hattarmenn nái ekki að skapa sér neitt afgerandi færi, þá sóttu þeir til skiptis við Tindastólsmenn.

Króksararnir náðu síðan hægt og bítandi yfirhöndinni í leiknum og voru þeir að skapa stórhættu í hverri sókn. Það var síðan gegn gangi leiksins að Hattarmenn jafna úr hornspyrnu, en þar var að verki Garðar Már Grétarsson á 30.mín. Strax í næstu sókn fá Tindastólsmenn hornspyrnu og þar hoppar Dominic Furness manna hæst og skallar hann í netið og kemur stólunum aftur yfir.

Eftir þetta auka Tindastólsmenn enn frekar í sóknarleikinn og hver sóknin af annari dynur á Héraðsbúum. Það er síðan á 37.mín að yngsti Furness bróðirinn, Theo skorar fínt mark og staðan orðin 3-1. Stólarnir halda áfram að yfirspila Hattarmenn á miðjunni og bæta við fjórða markinu á markamínutuni miklu. Þar var að verki Theodore Furness í annað sinn. Hattarmenn hafa verið ánægðir þegar Jan Erik dómari flautaði til hálfleiks, því mörkin hefðu getað orðið enn fleiri.

Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Hattar hefur væntanlega messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik því allt annar bragur var á liðinu í byrjun seinni hálfleiks. Þeir náðu upp betra spili og höfðu undirtökin í leiknum. Það var svo á 60.mínutu að Stefán Þór Eyjólfsson skoraði  mark eftir klafs í teignum og Hattarmenn eygðu þarna smá von. Stólarnir náðu að koma sér aftur betur inní leikinn og náðu markvissari sóknum sem skilaði sér í enn einu marki fyrir Stólana, Ben Everson bætti við sínu öðru marki í leiknum á 72.mínutu og staðan orðin 5-2.

Eftir þetta voru stólarnir komnir með öll tök á vellinum sóknir liðsins stórhættulegar og þeir hefðu hæglega getað bætt við 2-3 mörkum til viðbótar áður en varamaðurinn Max Toulute bætti við sjötta marki heimamanna á 89.mín. Í uppbótartíma voru Stólarnir klaufar að ná ekki að bæta við sjöunda marki sínu í leiknum.

Jan Erik Jessen dómari leiksins flautaði síðan leikinn af og sanngjarn 6-2 sigur heimamanna staðreynd. Eftir leikinn komu Stólarnir sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 11.stig og markatöluna 19-17. Hattarmenn sem voru búnir að fá á sig sex mörk fyrir þennan leik eru stigi á eftir Stólunum í sjöunda sæti með markatöluna 10-12.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=129405#ixzz2073Wv0Me

Svipmyndir úr leiknum frá Tindastóll TV.

 

Eysteinn í viðtali eftir leik.

Næsti leikur hjá Strákunum er gegn Leikni í Breiðholtinu á n.k föstudag kl 20:00.

You are here