Mfl.kvenna spilaði tvo leiki um liðna helgi.

  • Skoða sem PDF skjal

 

hotturkvk 2012

Meistaraflokkur kvenna spilaði tvo seinustu leiki sína í A- riðli 1.deildar þetta sumarið um liðna helgi.Stelpurnar sóttu ÍR heim í Breiðholtið á föstudeginum og l-gðu svo leið sína í Laugardalinn á sunnudeginum og léku við Þrótt Reykjavík.

Fyrir leiki helgarinnar átti Höttur möguleika á sæti í úrslitakeppni 1.deildar kvenna með Því að sigra báða leiki sína.Eins og áður sagði spiluðu Hattarstellpur við stöllur sínar í ÍR á Föstudaginn í Breiðholtinu.

Sigga þjálfari kom Hetti yfir 0-1 á 9.mín en Helga Dagný Bjarnadóttir jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu á 20.mín og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik,á 55.mín kom Margrét Vigfúsdóttir ÍR Í 2-1 en Heiðdís jafnaði leikinn 2-2 á 65.mín og spennandi lokamínútur framundan.

Það fór svo að Sandra Dögg Bjarnadóttir skoraði sigurmark ÍR á 85.mín og endaði því leikurinn með sigri ÍR 3-2.

 

Birna Hörn kom inn fyrir Örnu á 50.mín og Bryndís fyrir Natalíu á 60.mín.

 

Hattarstelpur léku svo við Þrótt Reykjavík á Sunnudeginum og endurtóku leikinn frá því á Vilhjálmsvelli fyrr í sumar og sigruðu Þrótt en þó án þess að fá mark á sig,0-2 útisigur staðreind.Mörk Hattar skoruðu Kristín og Magdalena.

 

Lokastaða Hattar í A-riðli 1.deildar:

 

 FélagLUJTMörkNetStig
1 Fjölnir 14 7 5 2 30  -  13 17 26
2 Þróttur R. 14 7 4 3 27  -  14 13 25
3 ÍA 14 7 3 4 28  -    9 19 24
4 Höttur 14 6 4 4 25  -  15 10 22
5 Sindri 14 5 3 6 14  -  23 -9 18
6 Haukar 14 4 5 5 12  -  18 -6 17
7 ÍR 14 4 5 5 16  -  27 -11 17
8 Fjarðabyggð/Leiknir 14 1 1 12   7  -  40 -33 4


 Sigga Þjálfari er að gera góða hluti með liðið og verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með þessum flottu stelpum á næsta tímabili.

 

Áfram Höttur!!

 

You are here