Sigur og jafntefli hjá meistaraflokkum Hattar um liðna helgi.

  • Skoða sem PDF skjal

fanney kristins mfl kk vorn

 

Meistaraflokkur kvenna lék fyrsta leik sinn þetta í 1.deild kvenna þetta sumarið á Norðfjarðarvelli gegn Fjarðabyggð s.l föstudagskvöld.Meistaraflokkur karla fékk Njarðvík í heimsókn á Fellavöll á laugardaginn s.l en þetta var þriðji leikur strákanna í 2.deildinni.

 Umfjöllun frá Austurfrétt:

Höttur vann öruggan sigur á Fjarðabyggð 0-3 á Norðfjarðarvelli í gærkvöld í fyrsta leik liðanna í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fanney Þórunn Kristinsdóttur skoraði öll þrjú mörkin.

Höttur náð strax tökum á leiknum með mörkum Fanneyjar á 14. og 16. mínútu. Bæði mörkin skoraði hún með góðum skotum utan teigs.

Hattarliðið sótti mun meira í leiknum. Sérstaklega fóru þær upp kantana í gegnum Heiðdísi Sigurjónsdóttur og Katie Goetzman.

Fyrirliðinn Ástrós Eiðsdóttir átti bestu sprettina í sókn Fjarðabyggðar en var einangruð frammi og Hattarvörnin átti auðvelt með að loka á hana.

Sókn Hattar hélt áfram í seinni hálfleik og skullu tvö skot gestanna í stönginni. Þá átti Ragnhildur Ósk Sævarsdóttir frábæran leik í mark Fjarðabyggðar. Hún greip oft vel inn í þegar Hattarmenn voru við það að komast í færi.

Það var því ekki ósanngjarnt að Fanney skoraði sitt þriðja mark. Það kom eftir fyrirgjöf á 91. mínútu. Hins vegar var svekkjandi fyrir Fjarðabyggð að fá á sig þriðja markið þegar leikurinn hafði í raun fjarað út.

Myndir úr leiknum á vef Austurfréttar

Meistaraflokkur karla fékk Njarðvík í heimsókn á Fellavöll í  2.deild á laugardaginn s.l,talsverður vindur gerði leikmönnum erfiðara að spila boltanum sín á milli.Höttur fékk nokkur góð færi sem ekki tóks að nýta og þau áhlaup sem Njarðvík gerði á mark Hattar stoppaði á vörn Hattar eða Scott í markinu.Niðustaða leiksins því markalaust jafntefli og fyrsta stig strákanna komið í hús.

Vörnin leit vel út í leiknum og virkilega jákvætt að halda markinu hreinu.Jonathan Taylor fékk á sig slæma tæklingu í leiknum og ljóst er að hann missir af næsta/næstu leikjum liðsins.

Næsti leikur strákana er gegn Gróttu í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á Seltjarnarnesi miðvikudaginn 29. maí kl 19:15, KV kemur svo í heimsókn á Fellavöll 1.júní og leikur við Hött í 2.deildinni.

Stelpurnar eiga leik í Borgunarbikarnum gegn SIndra á Sindravöllum á morgun kl 20:00,þær mæta svo Sindra aftur í deildinni 1.júní á Hornafirði  kl 14:00.

 

ÁFRAM HÖTTUR!!

 

 

You are here