Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Alcoa dagurinn

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltadeildin hélt Alcoa daginn 5. september sl.  en Alcoa er stærsti styrktaraðili deildarinnar. Tækifærið var notað til að skrá iðkendur í deildina, kynna æfingatöflu körfuboltadeildarinnar og kynna nýja þjálfara. Um þrjátíu krakkar mættu á Alcoa daginn með foreldrum sínum og spjölluðu við þjálfarana sem síðan stjórnuðu leikjum fyrir upprennandi körfuboltastjörnur Hattar. Allir krakkar sem skráðu sig fengu Alcoa derhúfu!

Borði
You are here