Samningur milli Hattar og Egilsstaðaskóla undirritaður

 • Skoða sem PDF skjal

Þann 22 nóvember 2010 undirrituðu Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla og Davíð Þór Siguarðarson, formaður Hattar samning þess efnist að nemendur 9. og 10. bekkjar Egilsstaðaskóla fá metið hluta af vali þáttöku sinnar í skipulögðu íþróttastarfi á vegum Hattar.

Markmið samningsins er :

- Að gefa nemendum í 9. og 10. bekk tækifæri á fjölbreyttu vali.

- Að styrkja íþrótta, list- og verkgreinakennslu á grunnskólastigi.

- Að styðja við heilbrigðan lífsstíl með áherslu á að nemendur eigi sér áhugamál sem þeir sinna af alúð.

- Að draga úr brottfalli nemenda úr tómstundastarfi.

Ábyrgð á kennslu og námsmati er í höndum Hattar.

Samningur þessi gildir til eins árs í senn og endurnýjast sjálfkrafa ef ekki eru gerðar á honum breytingar eða honum sagt upp fyrir apríllok ár hver.

Tilkynningar

 • Landsbankinn framlengir samning sinn við Hött

  Landsbankinn og Íþróttafélagið Höttur hafa ákveðið að framlengja samningi sínum um 1 ár. Núverandi samningur hefur verið í gildi síðastliðin 3 ár.

  Báðir aðilar samningsins eru mjög ánægðir með samstarfið. Samningurinn tekur til deilda félagsins sem bera upp unglinga og barnastarf.

   
 • Flugfélag Íslands gerir styrktarsamning við Hött

  Flugfélag Íslands hefur gert styrktarsamning við Íþróttafélagið Hött til þriggja ára. Samningurinn mun renna styrkari stoðum undir starfsemi Hattar en félagið heldur úti mörgum flokkum sem krefjast ferðalaga innanlands. Samningurinn mun því nýtast félaginu vel en ferðakostnaður er einn stærsti útgjaldaliður margra deilda félagsins.

  Flugfélag Íslands er því komið í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa á undanförnum árum gert langtímasamninga við félagið og með því tryggt öruggari rekstur hinna ýmsu deilda félagsins en í dag eru starfandi 8 deildir innan félagsins. Samningurinn er gerður við aðalstjórn félagsins sem mun síðan vinna frekar með samninginn innan félagsins.

  Það voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar og Ingi Þór Guðmundsson, sölu og markaðsstjóri Flugfélag Íslands sem undirrituðu samninginn fyrir hönd félaganna tveggja.

   
You are here