10. flokkur drengja í körfubolta leikur 3. túrneringu vetrarins helgina 12.-13. febrúar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. 10. flokkurinn er í A-riðli eða efsta riðli Íslandsmótsins og leikur því í hópi sterkustu liða 10. flokks. Höttur, KR, Stjarnan, Njarðvík og Fjölnir leika í A-riðli þessa helgi. Túrneringin hefst kl. 13:30 á laugardeginum og aftur kl. 9:00 á sunnudeginum. Leikjaplan Hattar er þannig:
Lau. kl. 14:45 gegn KR
Lau. kl. 17:15 gegn Stjörnunni
Sun. kl. 9:00 gegn Fjölni
Sun. kl. 12:45 gegn Njarðvík
Frábært tækifæri til að sjá góðan körfubolta. Allir að mæta í Íþróttamiðstöðina!!
7. flokkur leikur einnig í túrneringu um þessa helgi, á Akureyri.