Knattspyrnuakademía Hattar

  • Skoða sem PDF skjal
 

Fótboltaakademía Hattar verður haldin fyrir iðkendur í 3. til 6. fl. í apríl og maí 2012. Þátttakendum

verður skipt í tvennt, hóp 1 (3. fl., 4. fl. og 5. fl. kk.) og hóp 2 (5. fl. kvk. og 6. fl.).

Í akademíunni verður áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjálfun. Helstu grunnþættir knattspyrnu verða

þjálfaðir ítarlega en þessa þætti skipta miklu máli fyrir þessa aldurshópa að þjálfa. Meðal atriða sem farið

verður í eru spyrnur, móttökur, snúningar, skallar, gabbhreyfingar og hlaupastíll, auk þess sem markmenn

fá sérþjálfun.

Þjálfarar eru Búi V. Guðjónsson, Eysteinn H. Hauksson, Magnús Jónasson (markmannsþjálfun), Lovísa

Hreinsdóttir (hlaupastíl og hröðun), Óttar Guðlaugsson, Elísabet Sveinsdóttir, auk fleiri þjálfara frá

knattspyrnudeild Hattar.

Knattspyrnuakademía Hattar er í samstarfi við Bónus og Sókn lögmannsstofu.

 

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (KnattspyrnuAkademia Hattar.pdf)KnattspyrnuAkademia Hattar.pdf 1056 Kb
You are here