Lengjubikar: Leiknir F. - Höttur

  • Skoða sem PDF skjal

gardar hottur

Höttur mætti Leikni Fáskrúðsfirði í lengjubikarnum í Fjarðabyggðarhöllinni í gær en þetta var fyrsti leikur liðana í riðlinum.

Strákarnir mættu ákveðnir til leiks og tóku öll völd á vellinum,Höttur fékk nægt pláss til að spila sín á milli á meðan Leiknir lá til baka og beittu skyndisóknum.Höttur fékk nokkur ágætis færi í fyrri hálfleik sem ekki tókst að nýta.

Lítil ógn stafaði af Leikni í fyrri hálfleik en þegar fyrri hálfleikur var að renna út þá senda Leiknismenn  sendingu  fram völlinn sem Runólfur virtist ætla skalla öruggt frá teignum en leikmaður Leiknis þjarmar hressilega að honum þannig að boltinn dettur niður fyrir utan teig og uppúr því er sóknarmaður Leiknis spilaður í gegnum vörn Hattar og kemur boltanum fram hjá Anton í markinu og staðan orðin 1-0 fyrir Leikni.Þannig var staðan í hálfleik.

 

Það sýndi sig í fyrri hálfleik að þrátt fyrir tölverða yfirburði Hattar á vellinum þar sem við heldum boltanum og spiluðum oft á tíðum vel þá snýst þetta um að nýta færin og það gerðu Leiknismenn.

Strákarnir  létu þetta ekki á sig fá og héltu áfram að spila sinn bolta  og fengu nokkur ákjósanleg færi,Leiknismenn veittu Hattarmönnum meiri mótspyrnu í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrrir.

Það var svo á 85.mínútu sem Garðar már skorar mark af ca 30 metra færi sem markmaður Leiknis misreiknaði sig og  staðan orðin 1-1 en Garðar hafði stuttu áður  komið inn sem varamaður.

undir lok leiksins skall hurð nærri hælum þegar Leiknir eiga skalla í stöng og hefðu því hæglega getað tryggt sér sigurinn í leiknum,lokatölur 1-1.

 

Vilhjálmur Rúnarsson lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Hött og kemur hann til með að styrkja hópinn,einnig var gaman að sjá Garðar fá  30 mínútur en hann hefur lítið æft undanfarið vegna meiðsla.

Leikskýrsla leiksins.

Næstu leikur Hattar í lengjubikarnum er um næstu helgi gegn Fjarðarbyggð.

Áfram Höttur!!

 

You are here