Mfl. karla:Tap og sigur í síðustu tveim leikjum.

  • Skoða sem PDF skjal

hottur aegir 2013  hogni helga

Meistaraflokkur karla hóf íslandsmótið á laugardaginn s.l þegar Ægir Þorlákshöfn kom í heimsókn Fellavöll.Þriðjudagskvöldið 14.maí komu svo nágrannar okkur í Einherja og mættu okkur í 64-liða úrslitum borgunarbikarsins.

Til að gera langa sögu stutta þá komu Ægismenn ákveðnir til leiks  og strákarnir virtust ekki tilbúnir í verkefnið,þrátt fyrir að stjórna leiknum á löngum köflum þá sofnaði Höttur tvisvar sinnum á verðinum og Ægismenn skoruðu mark undir lok fyrri  hálfleiks og svo aftur í byrjun seinni hálfleiks og staðan orðin erfið þar sem gestirnir voru mjög þéttir til baka og gáfu fá færi á sér.

Garðar kom inn á í síðari hálfleik og lífgaði upp á sóknarleikinn og minnkaði muninn í 1-2 á lokaandartökum leiksins og þar við sat,lokatölur 1-2 fyrir nýliðum Ægis.

Höttur - Ægir leikskýrsla.

 

Höttur tók á móti Einherja í 64 liða úrslitum borgunarbikarsins á Fellavelli á þriðjudagskvöldið og voru strákar staðráðnir að láta vonbrigði  síðasta leiks ekki endurtaka sig.Einherjamenn eru fastir fyrir og eru með nokkra góða leikmenn innan sinna raða.

Höttur náði að skora mark snemma  í leiknum þegar Jonathan Taylor  kom boltanum yfir marklínuna eftir mikinn barning í markteig gestana og staðan orðin 1-0 eftir 9 mínútna leik.

Högni Helgason bætti svo við marki á 15.mínútu þegar hann kláraði færið sitt  vel  og staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik en Höttur lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik.

Eysteinn þjálfari  lagði áherslu á að menn yrðu meðvitaðir með það að loka á skotfæri gestana í seinni hálfleik,þar sem Scott markmaður hafði lítið að gera í fyrri hálfleik og að hann yrði halda focus þrátt fyrir að hafa það náðugt.

Staðan var 2-0 og 45.mínútur eftir  og nægur tími fyrir gestina að koma sér inn í leikinn og eins og við þekkjum flest þá er Donys til alls líklegur.

Högni Helgason skoraði 3 mark Hattar á 56.mínútu og um leið annað mark sítt,Einherjamenn áttu Nokkrar álitlegar sóknir  en miðverðir hattar  voru vel á verði ásamt Scott sem greip vel inní.

Lokatölur urðu 3-0 og spilamennska strákanna flott og gott að biggja á þessari spilamennsku þegar við mætum Aftureldingu í Mosfellsbæ um næstu helgi.

Höttur - Einherji leikskýrsla.

Myndirnar efst á síðunni eru í eigu Grétars Reynissoar.

Englendingurinn Joe Lamplough og Óttar Guðlaugsson eru komnir með leikheimild og verða að öllum líkindum í leikmannahópnum um næstu Helgi.

Áfram Höttur!!

 

 

You are here