Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Dregið í Poweradebikarnum - Höttur fékk bikarmeistarana

  • Skoða sem PDF skjal

Dregið var í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins, Bikarkeppni KKÍ, á dögunum.  Það verður boðið upp á alvörukörfuboltaleik á Egilsstöðum því Höttur fékk heimaleik gegn ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar.  Stjarnan fór líka alla leið í úrslitarimmu Íslandsmótsins í fyrra svo við erum að fá eitt besta körfuboltalið landsins í heimsókn.

Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. október kl. 18:30.

Borði
You are here