Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Bandaríkjamaður til Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltalið Hattar mun tefla fram Bandaríkjamanni í vetur og er hann væntanlegur til liðsins fyrir fyrsta leik gegn Skallagrími.  Maðurinn heitir Danny Terrell og er örvhentur bakvörður.  Danny fær ekki mikið tækifæri til að æfa með liðinu fyrir fyrsta leik því hann kemur til landsins á leikdag!  Miklar væntingar eru til Danny og það verður gaman að sjá hann í fyrsta leik.

Fyrsti heimaleikurinn við Skallagrím

  • Skoða sem PDF skjal

Fyrsti leikur mfl. karla í 1. deild í körfubolta á þessari leiktíð er við Skallagrím frá Borgarnesi.  Leikurinn er heimaleikur Hattar og fer fram í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum, fimmtudaginn 7.10. kl. 18:30.

Aðgangseyrir á leikina verður sá sami og í fyrra eða frítt fyrir grunnskólanemendur, 300 kr. fyrir ME nemendur og 500 kr. fyrir aðra.

Fyllum pallana og hvetjum Hött til sigurs!

Nýjir þjálfarar 2010 - 2011

  • Skoða sem PDF skjal

Gengið hefur verið frá samningum við nýja þjálfara hjá Körfuboltadeild Hattar tímabilið 2010-2011.

Viggó Skúlason er þjálfari meistaraflokks karla, 8. - 10. flokks stúlkna og yngri flokks stúlkna. Viggó er reyndur þjálfari og hefur áður þjálfað yngri flokka hjá Hetti en reynir nú fyrir sér við þjálfun meistaraflokks í fyrsta skipti.

Viðar Örn Hafsteinsson þjálfar 10. flokk drengja og minnibolta. Viðar er íþróttakennari að mennt og margreyndur körfuboltamaður. Hann er uppalinn hjá Hetti en hefur undanfarin ár leikið í úrvalsdeild með Hamri í Hveragerði. Viðar mun jafnframt leika með meistaraflokksliði Hattar í vetur.

Björn Benediktsson þjálfar 7.-8. flokk drengja. Björn er leikmaður meistaraflokks en þjálfar nú í fyrsta skipti og mun njóta leiðsagnar hjá Viggó og Viðari.

Þjálfarastöðurnar eru vel mannaðar í vetur og góð blanda af reynslu og menntun. Við bjóðum nýju þjálfarana velkomna til starfa!

Alcoa dagurinn

  • Skoða sem PDF skjal

Körfuboltadeildin hélt Alcoa daginn 5. september sl.  en Alcoa er stærsti styrktaraðili deildarinnar. Tækifærið var notað til að skrá iðkendur í deildina, kynna æfingatöflu körfuboltadeildarinnar og kynna nýja þjálfara. Um þrjátíu krakkar mættu á Alcoa daginn með foreldrum sínum og spjölluðu við þjálfarana sem síðan stjórnuðu leikjum fyrir upprennandi körfuboltastjörnur Hattar. Allir krakkar sem skráðu sig fengu Alcoa derhúfu!

Borði
You are here