Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Fréttir

Meistaramót Íslands 11-14 ára

  • Skoða sem PDF skjal

Boðsbréf:

Frjálsíþróttadeild Breiðabliks býður frjálsíþróttafólk velkomið á Meistaramót Íslands 11- 14 ára sem haldið verður á Kópavogsvelli dagana 24. og 25. júní.

Boðið verður uppá gistingu í Smáraskóla og morgunmat báða dagana, hvort tveggja gegn vægu gjaldi.

Laugardagskvöld bjóðum við til veislu, kvöldverður og skemmtidagskrá í Smáranum. Vonumst til að sjá virkilega marga keppendur (líka af höfuðborgarsvæðinu) og fylgifiska, verði verður stillt í hóf. Með þessu viljum við gefa fólki úr öllum áttum/félögum tækifæri til ánægjulegrar samveru – líka utan vallar .

Nánari upplýsingar um verð og fyrirkomulag ásamt skráningarformi fyrir kvöldvöku, mat og gistingu verður sent von bráðar.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Með frjálsíþróttakveðju,

Frjálsíþróttadeild Breiðabliks

Attachments:
FileLýsingFile size
Download this file (boðsbréf_1.pdf)boðsbréf_1.pdf 48 Kb

Akureyrarmót í Boganum

  • Skoða sem PDF skjal

UFA stendur fyrir Akureyrarmóti í frjálsum sunnudaginn 7. maí. Mótið er opið öllum en skráningar þurfa að hafa borist fyrir 3. maí. Mótið byrjar kl. 11 svo það býður alveg upp á það að skjótast fram og til baka sama dag. Keppt er í flokkum 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri. Þá verður keppt í einum flokki öldunga 30 ára og eldri. Upplýsingar um greinar og allt slíkt má finna á www.fri.is undir "mótaskrá" og þar er valið Akureyrarmót UFA.  

Foreldrar þurfa að láta vita á facebook síðu deildarinnar eða hafa samband við þjálfara til að skrá iðkendur á mótið.

Foreldrar fara sjálfir með sínum börnum eða reynt verður að sameinast í bíla ef fara á fram og til baka sama daginn. Gert er ráð fyrir að Höttur greiði skráningargjöldin en annann kostnað sjá iðkendur um sjálfir.

Að vera íþróttaforeldri

  • Skoða sem PDF skjal

adveraithrottaforeldri

Það er margt sem felst í því að vera íþróttaforeldri, stuðningur, kostnaður, þátttaka, sjálfboðaliðastarf og margt fleira. Eitthvað sem fæst okkar hafa fengið undirbúning fyrir eða kynningu á því við hverju við megum búast. Nú er tækifærið til að fá fræðslu um hvað felst í því að vera íþróttaforeldri. Frjálsíþróttadeildin hvetur alla íþróttaforeldra til að kíkja á fyrirlesturinn, hvort sem iðkendinn stunda fimleika, körfu, knattspyrnu eða frjálsar. Allir velkomnir og frítt inn.

Frjálsíþróttadeildin hvetur alla íþróttaforeldra til að koma og hlusta á Helga Rafn og taka unglinginn með.

Opið mót í frjálsum 4. mars

  • Skoða sem PDF skjal

opid mot í frjalsum 17

Helga Jóna keppir á RIG

  • Skoða sem PDF skjal

Helgu Jónu Svansdóttur frjálsíþróttakonu í Hetti var boðið að taka þátt í Reykjavík International Games eða RIG. Frjálsíþróttakeppnin verður 4. febrúar. HelgaJona

Þetta er stórt skref að fá boð á alþjóðlelgt íþróttamót en Helgu var boðin þátttaka í 60m hlaupi, sem hún þáði. Frjálsíþróttamót RIG er svokallað EAA "Permit" mót en sem sýnir að staðall mótsins sem snýr að framkvæmd og umgjörð er af háaum gæðum og háð alþjóðlegum reglum. Samvkæmt tímaseðli á heimassíðu Frjálsíþróttasambandsin á Helga Jóna að keppa kl. 13:10 en mótið hefst kl. 13;00.

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með, óskum Helgu Jónu góðs gengis og hvetjum alla til að kíkja á völlinn.

You are here