Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Fréttir

Frjálsar fyrir 6-10 ára

  • Skoða sem PDF skjal

Frjálsíþróttadeildin er í samstarfi með körfuboltadeildinni og blakdeildinni um þjálfun 6-9 ára barna. Æfingar í blak-frjálsar-karfa, eins og það er kallað, er í Íþróttahúsinu á þriðjudögum kl. 18-19 og á laugardögum kl. 13-14. Þjálfari er Brynjar Gauti Snorrason. Æfingagjald er kr. 9.000 (kr. 5000 fyrir annan daginn).

Æfingar fyrir 10 ára og eldri

  • Skoða sem PDF skjal

Æfingar fyrir iðkendur 10 ára og eldri eru í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum á þriðjudögum kl. 18:30-20:00 og fimmtudögum kl. 16:30-18:00. Einnig eru þrekæfingar fyrir 14 ára og eldri í kjallara Íþróttahússins á föstudögum kl. 15-16.

Þjálfarar eru Lovísa Hreinsdóttir og Mekkin Guðrún Bjarnadóttir.

Gjald fyrir þriðjudaga og fimmtudaga er kr. 12.000 og kr. 6.000 fyrir annan daginn.

Gjald fyrir allar æfingar er kr. 15.000.

Gjald fyrir föstudagsæfingarnar er kr. 5.000

Fundur vegna Gautaborgarleikanna 2012

  • Skoða sem PDF skjal

Miðvikudagskvöldið 3. nóv. kl. 19:30 veðrur haldinn fundur í Hettunni fyrir foreldra iðkenda sem hafa hug á að sækja Gautaborgarleikana 2012. Iðkendur verða að vera fæddir 1999 eða fyrr.

Frjálsar - 4 iðkendur í úrvalshóp FRÍ

  • Skoða sem PDF skjal

Í sumar náðu fjórir iðkendur Frjálsíþróttadeildar Hattar lágmörkum sem þurfa til að komast í úrvalshóp FRÍ. Það eru þau Bjarmi Hreinsson og Daði Fannar Sverrisson í sleggjukasti, Erla Gunnlaugsdóttir í langstökki og Heiðdís Sigurjónsdóttir í 300m grind. Þann 9. október sl. voru þau boðuð til Reykjavíkur í æfingabúðir á vegum FRÍ. Næst munu þau halda suður þann 20. nóv. Ánægjulegt er að fylgjast með árangri þessara glæsilegu iðkenda okkar. Þeir fá innilegar hamingjuóskir og ósk um áframhaldandi velfarnað á íþróttabrautinni. 

You are here