Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Fréttir

Höttur hefur samið við Aaron Moss

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur samið við bandarískan leikmann að nafni Aaron Walton-Moss til að leika með liðinu á næsta tímabili. Aaron er 185cm hár bakvörður sem lék með Cabrini háskólanum í 3.deild NCAA og útskrifaðist vorið 2015, síðasta vetur spilaði Aaron 12 leiki með Argentino í efstu deild í Argentínu.

Á lokaárinu sínu með Cabrini skólanum skilaði Aaron frábærum tölum, hann skoraði 20.6 stig, tók 11.7 fráköst og gaf 8.8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Við hlökkum til að fá Aaron Moss til félagsins og er honum ætlað að fylla skarð Tobin Carberry sem hefur samið við Þór frá Þorlákshöfn fyrir næsta vetur. Aaron væntanlegur í Egilsstaði um mánaðarmótin ágúst/september.

alt

Hörkuleikir gegn Stjörnunni og Haukum

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur kláraði Fyrirtækjabikarinn með tveimur leikum fyrir sunnan um helgina. Á föstudegi mættum við Stjörnunni og töpuðum þeim leik 84 -90. Okkar menn minnkuðu muninn niður í tvö stig þegar stutt var eftir en Stjarnan hélt sínu og vann að lokum með sex stiga mun.

Á sunnudegi spiluðum við við Hauka að Ásvöllum. Leikurinn var hörkuspennandi allan tímann. Haukar voru tveimur stigum yfir í hálfleik eftir að hafa skorað þriggja stiga flautukörfu. Höttur náði forystunni aftur í seinni hálfleik og leiddi eftir þriðja leikhluta en Haukar skelltu vörninni í lás síðustu fimm mínútur leiksins og unnu leikinn eftir krappan dans á síðustu mínútu.

Tobin var stigahæstur í báðum leikjunum. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að stigaskorunin dreifðist og það kom gott framlag frá mörgum leikmönnum. Mirko Stefán kom til liðsins í vikunni og spilaði sína fyrstu leiki og stóð sig vel. Hann á eftir að detta betur inn í leikinn og styrkja okkur verulega í vetur. Stjarnan og Haukar fóru upp úr okkar riðli í Fyrirtækjabikarnum en við lentum í þriðja sæti af fimm liðum. Haukar unnu riðilinn. Þrátt fyrir töp um helgina verður að segja að leikur Hattar lofar góðu fyrir tímabilið. Liðið spilaði hörkuleiki við tvö af betri liðum deildarinnar og var óheppið að tapa þeim báðum. Helst mætti þétta raðirnar í vörninni því við fengum mikið af stigum á okkur. Viðar hefur búið til góðan hóp sem er tilbúinn fyrir Domino's deildina!

Körfuboltatímabilið hafið

  • Skoða sem PDF skjal

alt
alt

Körfuboltalið Hattar vann 1. deildina eftirminnilega á síðustu leiktíð og þar með sæti í Úrvalsdeild á þessu tímabili. Liðið hefur æft vel í sumar en nú fer alvaran að byrja. Höttur tekur þátt í Fyrirtækjabikarnum sem er nokkurskonar undirbúningsmót sem leikið er í heilu lagi áður en Íslandsmótið hefst. Höttur spilaði fyrsta leik sinn í kvöld í Fyrirtækjabikarnum gegn Fjölni og vann sannfærandi sigur, 96 - 79. Tobin skoraði mest í kvöld, 35 stig. Fjöldi áhorfenda mætti á leikinn og studdi liðið, sem gefur góð fyrirheit fyrir tímabilið. Næsti leikur er á laugardaginn kl. 16, gegn Þór A. í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Höttur er einnig í riðli með Stjörnunni og Haukum og spilar gegn þeim 25. og 27. september fyrir sunnan. Fyrsti leikur Hattar í Úrvalsdeild verður 16. október gegn Njarðvík í Njarðvík.

Æfingabúðir með bandarískum þjálfurum 4. og 5. ágúst

  • Skoða sem PDF skjal

0auglsingFlottar æfingabúðir í körfubolta verða á Egilsstöðum 4. og 5. ágúst.  Þá koma Mike Olson og Jeff Trumbauer sem báðir eru þaulvanir þjálfarar í Bandaríkjunum og kenna undirstöðuatriði og skemmtilegar körfuboltaæfingar í tveimur aldursflokkum.  Með Mike og Jeff verður Erik Olson, þjálfari FSU í för.  Þetta er frábært tækifæri fyrir stráka og stelpur, óvana og vana til að koma og prófa körfubolta með toppþjálfurum.  Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Mirko og Eysteinn í Hött

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur hefur komist að samkomulagi við Mirko Stefán Virijevic um að hann leiki með liðinu í Dominosdeildinni á næstu leiktíð. Mirko lék á síðasta tímabili með Njarðvík og þar á undan KFÍ. Mirko á eftir að koma með mikla reynslu og gæði í ungt Hattarliðið.

Einnig skrifaði Eysteinn Bjarni Ævarsson undir eins árs samning við uppeldisfélagið eftir árs dvöl í Keflavík. Eysteinn er þessa dagana í Finnlandi með U-20 landsliðið Íslands á norðurlandamóti. Eysteinn er kominn austur í Hérað en Mirko mun mæta á svæðið í haust.

Mirko

You are here