Margmenni á stuðningsmannakvöldi Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

hottur stort

 

Stuðningsmannakvöld meistaraflokks Hattar var haldið í Hettunni við Vilhjálmsvöll, síðastliðinn þriðjudag og létu fjölmargir gestir sjá sig til að sýna stuðning sinn í verki fyrir átök sumarsins.

Þjálfari meistaraflokks fór yfir hvað lagt verður upp með á ferðalagi keppnistímabilsins framundan og veitti formanni stuðningsmannaklúbbsins Hróa síðbúna viðurkenningu fyrir starfið á síðasta sumri.

Frétt Austurgluggans um það sem Eysteinn hafði fram að færa á stuðningsmannakvöldinu.

Ívar Ingimarsson deildi sinni sýn á möguleika knattspyrnunnar á Egilsstöðum, mikilvægi stuðningsmanna og áhorfendamenningu og einnig voru nýir erlendir leikmenn kynntir til sögunnar.

Frétt Austurgluggans um innlegg Ívars á Stuðningsmannakvöldinu.

Þá stjórnaði hinn eini sanni Bjössi Hall kraftmiklum fjöldasöng á Hattarlaginu og hinn góðkunni grillmeistari Helgi Jensson stjórnaði pylsumálum með harðri hendi.

Leikmenn, þjálfarar og stjórn Hattar, auk stuðningsmanna voru hinir ánægðustu með kvöldið og líklegt þykir að þessi viðburður eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni.

Áfram Höttur!!!

Tveir leikir á Fellavelli Laugardaginn 19.maí

  • Skoða sem PDF skjal

hotturkvk lidsmynd                    hottur lismynd

 

Það verður nóg um að vera á Fellavelli Laugardaginn 19.maí því bæði kvenna- og karlalið Hattar eiga heimaleik í Íslandsmótinu.

Karlaliðið fær Hauka úr Hafnafirði í heimsókn og hefst leikurinn kl 14:00.

Kvennaliðið tekur á móti liði ÍA frá Akranesi kl 16:30.

Fjölmennum á völlinn og styðjum þessa flottu fulltrúa Hattar.

ÁFRAM HÖTTUR!!

Stuðningsmannakvöld Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

ottar steinn hin hlidin

Stuðningsmannakvöldið fer fram í Hettunni við Vilhjálmsvöll Þriðjudagskvöldið 15.Maí kl 20:30.Ívar Ingimarsson atvinnumaður í knattspyrnu til fjölda ára í Englandi  mætir og deilir sínum hugmyndum um áhorfendamenningu og fleira. 

 Engin skilyrði fyrir þátttöku, nema að vilja framgang Hattar sem mestan og bestan!

Mætum og sameinumst um að efla umgjörðina hringum félagið.

 Grillaðar pylsur í boði rekstrarfélagsins!

1.deild Þróttur R. 1-3 Höttur

  • Skoða sem PDF skjal

stefan thor

Höttur byrja 1.deildina af krafti en strákarnir unnu Þrótt fyrr í dag 1-3 á Valbjarnavelli í Laugardal.

Lesa meira...

Höttur.tv "kemputal" Viðar Örn

  • Skoða sem PDF skjal

vidar orn

Höttur.tv hitti dagfastprúða kennarann hann Viðar Örn og spurði hann út í sumarið sem framundan er hjá Hetti.

Höttur.tv "kemputal" Viðar Örn

You are here