Æfingaleikur Höttur - Huginn.

hottur fellavollur

 

Strákarnir í meistaraflokki Hattar mættu Huginn í æfingarleik á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi við prýðis aðstæður.Leikurinn var kærkominn fyrir þá leikmenn sem ekki hafa spilað reglulega í sumar.

Eysteinn þjálfari stillti upp eftirfarandi liði:

                                      Bjarni Viðar

Elmar(Siggi Óli)                Birkir(Óttar G)                      Valdimar               Kristófer(Bjarni Þór)

 

                        Jónas                     Stefán(Ragnar)

 

 Jóhann                       Högni                                 Steinar Aron(Elvar)

                                  Garðar(Friðrik)

 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik,en í síðari hálfleik skildu leiðir og Höttur vann 5-2 sigur líkt og í æfingaleik milli liðana fyrr í sumar,mörk Hattar skoruðu Högni(3),Garðar(1) og Friðrik/Ragnar(1),en þeir náðu báðir að skjóta boltanum á sama tíma svo úr varð mark...ætti með réttu að skrá 2 mörk á svona frammistöðu!! :)

Mörk Hugins skoruðu lánsmennirnir frá Hetti Marteinn og Brynjar,en mark Brynjars var beint úr aukaspyrnu sérlega glæsilegt.

Í seinni hálfleik kom Óttar Guðlaugs inn á miðjuna og Jónas fór niður í miðvörð,Högni upp á topp og Friðrik í holuna,annars urðu skiptingarnar eins og þær koma fyrir hér að ofan.

Næsti leikur hjá strákunum er á laugardaginn kl 14:00 gegn Tindastól á Sauðárkrók.

Áfram Höttur!!