Gautaborgarleikar

Miðvikudaginn 4. júlí lagði flottur hópur af stað til Gautaborgar til að taka þátt í Gautaborgarleikunum í frjálsum. Keppendur voru 12 og farastjórar og þjálfarar voru Metta og Lísa. Ferðin tókst vel á allan hátt. Keppendur voru til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan og var mjög góð stemning í hópnum. Flest allir bættu sinn besta árangur í þeim greinum sem þeir kepptu í og aðrir voru við sitt besta. Aðstæður og veður voru sem best er á kosið og er það frábært reynsla að fá að keppa á svona stóru móti og flottum velli. 

Ferðin var frábær í alla staði og vonum við að það verði aftur farið eftir tvö ár. 

Gautaborg