40 ára afmæli Hattar

Kæru íbúar,

Í tilefni 40 ára afmælis Íþróttafélagsins Hattar þá stöndum við í samstarfi við stjórn Ormsteitis að viðburðum í ár samhliða okkar bæjarhátíð. Þann 16. Ágúst n.k. munum við standa að því að skapa skemmtilega stemmingu á Vilhjálmsvelli þar sem fjölskyldan getur komið og notið sín. Í framhaldi af þeim viðburði verða haldnir fleiri viðburðir í komandi viku þar sem boðið verður upp á að fjölskyldan geti notið sýn í hreyfingu með börnum sínum.

Íþróttafélagið Höttur er stofnað við sameiningu Knattspyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hattar árið 1974 og hefur félagið starfað í þeirri mynd sem það er í dag. Félagið stendur að 9 deildum sem hafa hver og ein sjálfstæða stjórn. Hjá félaginu stunduðu 676 einstaklingar sína íþróttagrein á árinu 2013. Af þessum einstaklingum stunduðu 22% tvær eða fleiri íþróttagreinar.

Það má því með sanni segja að Íþróttafélagið Höttur er stór hluti af sveitarfélaginu og gildi skipulags íþróttastarfs mikilvægt fyrir samfélagið.

Það er von okkar að íbúar taki þátt í viðburðum tengdu Ormsteiti og njóti samverustunda með fjölskyldum sínum.

Nánar á www.ormsteiti.is

Með kærri afmæliskveðju,

Davíð Þór Sigurðarson

Formaður Íþróttafélagsins Hattar