Samningur endurnýjaður við Jako

alt

Þann 10. mars síðast liðinn var undirritaður samningur við Jako um áframhaldandi samstarfi um íþróttafatnað fyrir íþróttafélagið. Íþróttafélagið Höttur hefur verið síðustu 7 árin í fatnaði frá Jako og mun nýr samningur gilda til lok ársins 2020. Samningurinn nær bæði til yngri flokka Hattar og einnig meistaraflokka knattspyrnudeildar. Allar deildir eru innan þessa samnings að undanskilinni körfuboltadeild.

Fyrir hönd Hattar voru það Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður Rekstrafélags Hattar og Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar sem skrifuðu undir samninginn við Jóhann Guðjónsson sem fer með umboð Jako á Íslandi.

Samhliða nýjum samningi mun nýr yfirgalli félagsins verða kynntur og seldur frá og með 1. apríl n.k.. Stefnt er að taka nýjan keppnisbúninga í notkun síðar á árinu

Jako mun áfram selja allan fatnað sinn í gegnum fataverslunina River á Egilsstöðum.