Samningur undirritaður við Austurverk ehf vegna jarðvegsframkvæmda við nýja viðbyggingu

Þann 16. nóvember síðastliðinn skrifaði Höttur undir samning um jarðvegsframkvæmdir vegna nýrra viðbygginar við Austurverk ehf.

Austurverk mun sjá um alla vinnu er snýr að undirbúningi jarðvegsskipta og fyllingar fyrir grunn hins nýja sals. Stefnt er að þessum verkþætti sé lokið nú á vetrarmánuðum.

Það voru þeir Steinþór Stefánsson og Reynir Hrafn Stefánsson eigendur Austurverks ásamt Maríu Ósk Kristmundsdóttur og Einari Andréssyni úr byggingarstjórn Hattar sem skrifuðu undir samning þess efnis.

 

 

alt