Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs 2019

Kyndlaganga leggur af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl 16.00 sunnudaginn 6. janúar. Gengið verður inn í Tjarnargarð. Kveikt í bálkesti kl 16.15.

Björgunarsveitin verður með sölu á kyndlum við íþróttahúsið fyrir gönguna, 1.000 kr stykkið.

 

Dagskrá í Tjarnargarði

Viðurkenningar íþróttafólks Hattar ársins 2018

Afhending starfsmerkja Hattar

Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar á Héraði

 

Styrktaraðilar eru Brúnás-Innréttingar, Hitaveita Egilsstaða og Fella og Landsbankinn