Auður Vala og Árni Óla hljóta starfsmerki Hattar 2018

Auður Vala Gunnarsdóttir og Árni Ólason voru veitt starfsmerki Hattar 2018 fyrir óeigingjarnt starf í þágu Hattar á sínum sviðum. Bæði hafa þau starfað að málefnum Hattar í meira en 20 ár og verið lykil fólk í sínum íþróttagreinum. Auður Vala hefur starfað innan fimleikadeildar og Árni innan knattspyrnudeildar.

Íþróttafélagið Höttur þakkar þeim innilega fyrir þeirra framlag.

 

 

alt