Höttur skrifar undir samning við Altís vegna búnaðarkaupa

Í síðustu viku var skrifað undir samning um kaup á búnaði og tækjum fyrir nýtt íþróttahús sem Höttur er að byggja við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Um er að ræða búnað og tæki fyrir fullbúið fimleikahús ásamt innanhúss aðstöðu fyrir frjálsaríþróttir. Höttur samdi við Altís ehf sem sérhæfir sig í búnaði sem þessum og hefur komið að uppbyggingu margra fimleikahúsa og frjálsíþróttavalla. Stefnt er að búnaður og tæki verði komin í nýtt hús í byrjun sumars.
 
Á myndinni má sjá Einar Sigurðsson frá Altís og Maríu Ósk Kristmundsdóttur, formann Byggingarfélags Hattar skrifa undir samninginn.
 
alt