Tveir sigrar á Ísafirði

Höttur vann tvo góða sigra á Vestra á Ísafirði um helgina. Góðir sigrar en ekki auðveldir og lið Vestra á eftir að vinna leiki í 1. deild þrátt fyrir slaka byrjun. Fyrri leikurinn var leikinn á laugardegi og fór 69-92. Aaron með sína þriðju tvöföldu þrennu og Mirko stigahæstur með 28 stig í þeim leik. Seinni leikurinn á sunnudegi fór 67-93 og aftur var Mirko stigahæstur með 21 stig en annars var gott framlaga frá mörgum. Leikurinn var í járnum og einungis munaði einu stigi eftir þriðja leikhluta en Höttur tók fjórða leikhluta 9-33 og sigldi sjötta sigrinum á tímabilinu í höfn. Höttur er nú eina taplausa liðið í deildinni. Næsti leikur er gegn Val í Reykjavík 11. nóvember en Valsararnir eru sterkir og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Hægt er að sjá viðtöl sem jakinn.tv. tók eftir leikina: http://www.jakinn.tv/

Tölfræði á kki.is: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikur?league_id=191&season_id=93701&game_id=3380991