Bogamót Akureyri

Það voru 13 krakkar 11 ára og eldri sem skelltu sér á Bogamót á Akureyri um helgina á vegum frjálsíþróttdeildar Hattar. Þau stóðu sig með prýði eins og á öðrum mótum og saman náðu þau 25 verðlaunasætum. Þau fá öll sem eitt stórt hrós fyrir góða frammistöðu sem og þeirra þjálfarar Lísa og Metta. Á sunnudeginum var æfing með Unnari Vilhjálmssyni í Boganum. Veðurguðirnir buðu upp á ófærð og smá festu hér og þar á heimleið en lögreglan (Hjalti) fylgir okkar fólki heim. Áfram Höttur.